Notkun á Tinder aukist um 50 prósent í Brasilíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:51 VISIR/AFP Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði. Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði.
Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30