Viðskipti erlent

Skothelt teppi fyrir bandarísk skólabörn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Teppið á að verja börn frá skotárásum í skóla.
Teppið á að verja börn frá skotárásum í skóla.
Fyrirtækið ProTecht hefur sett skothelt teppi fyrir bandarísk börn á markað. Teppið á að verja skólabörn fyrir skotárásum. Teppið á líka að virka sem vörn fyrir börnin þegar óveður geysa og þungir hlutir geta fallið á þau.

Teppið er kallað Lífvörðurinn, eða Bodyguard á ensku. ProTecht hefur nú sent frá sér myndband sem kynnir vöruna og sýnir það börn á hefðbundnum skóladegi. Síðan eru börnin sýnd í aðstæðum þar sem þau þurfa að nota teppið til að verja sig. „...Foreldrarnir eru í vinnunni og börnin eru að fá sér sæti í skólastofunni. Þetta er bara venjulegur dagur, þar til nú,“ segir í myndbandinu.

Börnum á að reynast auðvelt að setja teppið yfir sig.
Þar kemur einnig fram að teppið er gert úr sama efni og skotheld vesti bandarískra hermanna eru úr. Einnig segir að teppið á að verja börn frá kúlum úr 90 prósent af byssum sem notaðar hafa verið í skotárásum í bandarískum skólum á undanförnum árum.

Teppið kostar um 120 þúsund krónur stykkið, en skólum verður boðinn ríflegur magnafsláttur að sögn ProTech.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×