Þessi dásamlegi drykkur er frábær til þess að koma í stað óhollra sætinda þegar sykurlöngunin hellist yfir. Hann er bæði næringarríkur og fullur af andoxunarefnum.
Uppskrift fyrir einn.
1 bolli lífrænt kókosvatn
2 msk hrákakóduft
1 frosinn banani
10 macadamia hnetur
2 steinlausar döðlur
1 tsk maca duft
3 dropar af karamellu steviu
1 lúka af ísmolum
Bætið svo örlítlu sjávarsalti út í.
Skellið öllu saman í blandara og njótið!
