Google fjárfestir í 180 gervitunglum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júní 2014 11:04 Visir/afp Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira