Lögreglumenn á nýja leitarsvæðinu í Praia da la Luz í Portúgal eru nú byrjaðir að leita í ræsum og niðurföllum. Til þess eru notaðar myndavélar og hundar. Einnig notast lögreglan við radartæki sem greinir jarðlög.
Upprunalega stóð til að lögreglan myndi hætta leitinni á morgun, en til stendur að leita í viku í viðbót. Engar upplýsingar hafa verið gefnar upp varðandi tildrög þess að leit hófst að nýju í Portúgal. Foreldrar Madeleine segjast þó fá stöðuuppfærslur frá lögreglunni.
Samkvæmt Sky er svæðið sem leitað er á núna, eitt af þremur sem lögreglan hefur áhuga á að skoða.
