Búðu til þína eigin sólarvörn Rikka skrifar 6. júní 2014 11:35 Njóttu sólarinnar áhyggjulaus Mynd/Getty Þegar sólin er hátt á lofti eins og hún er í dag er nauðsynlegt að gæta þess að brenna ekki og skaða húðina. Sérstaklega þarf að gæta barnanna sem eru með viðkvæmari húð en við fullorðna fólkið. Val á réttu sólarvörninni getur verið eins og að leita að nál í heystakki, svo margt er í boði. Þar sem að húðin er stærsta líffæri líkamans og frásogar inn í líkamann það sem borið er á hana, borgar sig að vanda valið. Í mörgum sólarvörnum er oft að finna alls kyns efni sem ekki eru æskileg fyrir okkur, þó að þau valdi ekki skaða, þá og þegar, er ekki vitað um hvaða áhrif til langtíma þau hafa. Besta ráðið er þá bara að búa til sína eigin sólavörn. Í uppskriftinni af þessari sólavörn er að finna zinkáburð sem ver húðina fyrir ertingu og Tea Tree olíu en hún hefur sefandi áhrif á viðkvæma húð. Þess ber þó að geta að besta ráðið er svo að sjálfsögðu að klæða af sér sólina og gæta þess að vera ekki úti of lengi í senn. Sólarvörn 20 SPF 100 g lífræn kókosolía 100 g lífrænt Shea butter 50 g ilmefnalaus og parabenfrír sínkáburður 8 dropar lífræn Tea Tree olía Bræðið kókosolíuna og Shea butterið saman og hrærið afgangnum saman við. Gætið þess að blandan sjóði ekki. Best er að bræða olíuna saman í vatnsbaði. Kælið blönduna og setjið í glerkrukku og geymið við stofuhita. Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þegar sólin er hátt á lofti eins og hún er í dag er nauðsynlegt að gæta þess að brenna ekki og skaða húðina. Sérstaklega þarf að gæta barnanna sem eru með viðkvæmari húð en við fullorðna fólkið. Val á réttu sólarvörninni getur verið eins og að leita að nál í heystakki, svo margt er í boði. Þar sem að húðin er stærsta líffæri líkamans og frásogar inn í líkamann það sem borið er á hana, borgar sig að vanda valið. Í mörgum sólarvörnum er oft að finna alls kyns efni sem ekki eru æskileg fyrir okkur, þó að þau valdi ekki skaða, þá og þegar, er ekki vitað um hvaða áhrif til langtíma þau hafa. Besta ráðið er þá bara að búa til sína eigin sólavörn. Í uppskriftinni af þessari sólavörn er að finna zinkáburð sem ver húðina fyrir ertingu og Tea Tree olíu en hún hefur sefandi áhrif á viðkvæma húð. Þess ber þó að geta að besta ráðið er svo að sjálfsögðu að klæða af sér sólina og gæta þess að vera ekki úti of lengi í senn. Sólarvörn 20 SPF 100 g lífræn kókosolía 100 g lífrænt Shea butter 50 g ilmefnalaus og parabenfrír sínkáburður 8 dropar lífræn Tea Tree olía Bræðið kókosolíuna og Shea butterið saman og hrærið afgangnum saman við. Gætið þess að blandan sjóði ekki. Best er að bræða olíuna saman í vatnsbaði. Kælið blönduna og setjið í glerkrukku og geymið við stofuhita.
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira