Er sykurpúki í þér? Rikka skrifar 6. júní 2014 15:00 Er sykurpúki í þér? Mynd/Getty Hver kannast ekki við þessa óstjórnlegu löngun í eitthvað sætt? Stundum getur maður hreinlega ekki haldið aftur af sér og endar á því að raða upp í sig ósmekklega miklu sælgæti. Stundarsælan hríslast um líkamann og maður er sáttur um sinn en stuttu síðar mætir samviskubitið og í kjölfarið sykurfallið sem kallar á meiri sykur og þar með er maður fallinn í vítahring sykurneyslunnar. Sem betur fer eru þó til nokkur skotheld ráð sem beina þér í rétta átt að sykurminna líferni. Borðaðu hollan og staðgóðan morgunmat Byrjaðu daginn á því að fá þér prótín- og trefjaríkan morgunmat. Rannsóknir sýna að þeir sem að sleppa morgunmatnum eru 5 sinnum líklegri til að vera þéttari í holdum en þeir sem að fá sér staðgóðan morgunverð. Ekki bjóða sykurpúkanum í heimsókn Borðaðu eitthvað hollt og gott reglulega. Vertu til dæmis með ávöxt eða hnetublöndu tiltæka ef að vottur af hungri sækir á. Sykurpúkinn er fljótur að mæta á svæðið ef að blóðsykurinn fellur. Góða nótt og sofðu rótt Hugaðu að góðum svefnvenjum. Þreyttur og svefnvana líkami öskrar á sykur til að halda sér gangandi á annars flokks orku. Ekki liggja fyrir framan sjónvarpið og leka svo þaðan og inn í rúm. Farðu í létta gönguferð fyrir svefninn, andaðu að þér fersku lofti og lestu góða bók áður en þú svífur á vit ævintýranna í draumaheiminum. Segðu já! Byrjaðu hvern morgun á því að hugsa jákvætt til dagsverkanna og sjálfs þíns. Þakkaðu fyrir lífið, fjölskylduna og heilsuna. Rannsóknir sýna að þeir sem að eru meðvitaðri um andlega heilsu neyta hollari fæðu. Heilsa Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið
Hver kannast ekki við þessa óstjórnlegu löngun í eitthvað sætt? Stundum getur maður hreinlega ekki haldið aftur af sér og endar á því að raða upp í sig ósmekklega miklu sælgæti. Stundarsælan hríslast um líkamann og maður er sáttur um sinn en stuttu síðar mætir samviskubitið og í kjölfarið sykurfallið sem kallar á meiri sykur og þar með er maður fallinn í vítahring sykurneyslunnar. Sem betur fer eru þó til nokkur skotheld ráð sem beina þér í rétta átt að sykurminna líferni. Borðaðu hollan og staðgóðan morgunmat Byrjaðu daginn á því að fá þér prótín- og trefjaríkan morgunmat. Rannsóknir sýna að þeir sem að sleppa morgunmatnum eru 5 sinnum líklegri til að vera þéttari í holdum en þeir sem að fá sér staðgóðan morgunverð. Ekki bjóða sykurpúkanum í heimsókn Borðaðu eitthvað hollt og gott reglulega. Vertu til dæmis með ávöxt eða hnetublöndu tiltæka ef að vottur af hungri sækir á. Sykurpúkinn er fljótur að mæta á svæðið ef að blóðsykurinn fellur. Góða nótt og sofðu rótt Hugaðu að góðum svefnvenjum. Þreyttur og svefnvana líkami öskrar á sykur til að halda sér gangandi á annars flokks orku. Ekki liggja fyrir framan sjónvarpið og leka svo þaðan og inn í rúm. Farðu í létta gönguferð fyrir svefninn, andaðu að þér fersku lofti og lestu góða bók áður en þú svífur á vit ævintýranna í draumaheiminum. Segðu já! Byrjaðu hvern morgun á því að hugsa jákvætt til dagsverkanna og sjálfs þíns. Þakkaðu fyrir lífið, fjölskylduna og heilsuna. Rannsóknir sýna að þeir sem að eru meðvitaðri um andlega heilsu neyta hollari fæðu.
Heilsa Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið