Notendum Ebay skipað að skipta um lykilorð Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 17:05 VISIR/AFP Uppboðsvefsíðan Ebay fer fram á að allir notendur síðunnar breyti tafarlaust um lykilorð í kjölfar tölvuárásar sem á að hafa átt sér stað í lok febrúar á þessu ári. Ekki komst upp um innbrotið fyrr en fyrir um tveimur vikum síðan og talið er að þrjótarnir hafi komist yfir aðgangsupplýsingar starfsmanna Ebay og þannig komist í tæri við innanhúsupplýsingar sem þeim voru aðgengilegar. Aðstandendur síðunnar segja að þó að engum fjárhagslegum upplýsingum notenda hafi verið stefnt í voða hafi tölvuþrjótarnir aflað sér fjölda persónulegra upplýsinga, til að mynda nöfn, heimilsföng, netföng, lykilorð, símanúmer og fæðingardaga allra notenda síðunnar. Óljóst er af hverju rekstraraðilar Ebay brugðust ekki fyrr við gallanum í öryggiskerfi síðunnar sem þeir höfðu haft vitneskju um í nokkra mánuði. Búist er við því að notendur síðunnar fái tölvupóst í dag þar sem þeir eru hvattir til að breyta lykilorðum sínum. Einnig verður þeim ráðlagt að breyta lykilorðum sínum á öðrum vefsíðum ef þeir hafa reitt sig á sama lykilorð annars staðar á netinu. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Business Wire. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Uppboðsvefsíðan Ebay fer fram á að allir notendur síðunnar breyti tafarlaust um lykilorð í kjölfar tölvuárásar sem á að hafa átt sér stað í lok febrúar á þessu ári. Ekki komst upp um innbrotið fyrr en fyrir um tveimur vikum síðan og talið er að þrjótarnir hafi komist yfir aðgangsupplýsingar starfsmanna Ebay og þannig komist í tæri við innanhúsupplýsingar sem þeim voru aðgengilegar. Aðstandendur síðunnar segja að þó að engum fjárhagslegum upplýsingum notenda hafi verið stefnt í voða hafi tölvuþrjótarnir aflað sér fjölda persónulegra upplýsinga, til að mynda nöfn, heimilsföng, netföng, lykilorð, símanúmer og fæðingardaga allra notenda síðunnar. Óljóst er af hverju rekstraraðilar Ebay brugðust ekki fyrr við gallanum í öryggiskerfi síðunnar sem þeir höfðu haft vitneskju um í nokkra mánuði. Búist er við því að notendur síðunnar fái tölvupóst í dag þar sem þeir eru hvattir til að breyta lykilorðum sínum. Einnig verður þeim ráðlagt að breyta lykilorðum sínum á öðrum vefsíðum ef þeir hafa reitt sig á sama lykilorð annars staðar á netinu. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Business Wire.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira