Vísindamenn fá aðgang að öllum tístum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2014 15:23 Áhugavert verður að sjá hvort íslenskir vísindamenn fari að fordæmi erlendra kollega sinna. VISIR/AFP Twitter mun veita vísindamönnum aðgang að öllum tístum notenda vefsins. Þetta kemur fram í frétt Scientific American um málið. Það þýðir þó ekki að vísindamenn hafi ekki nýtt sér miðilinn við rannsóknir sínar. Þeir hafa meðal annars hannað reiknirit sem metur líkur á fæðingarþunglyndi með því að lesa geðsveiflur úr tístum þungaðra kvenna og kannað útbreiðslu jarðskjálfta eftir dreifingu tísta. Fram til þessa hafa vísindamenn einungis haft aðgang að takmörkuðum fjölda tísta. Þrátt fyrir að Twitter-aðgangar flestra notenda vefsins séu opnir hafa vísindamenn þurft að reiða sig á viðmót sem veitir þeim einungis aðgang að um einu prósenti allra tísta. Á þessu verður nú breyting til batnaðar fyrir vísindamenn sem gefst nú tækifæri á að rannsaka flóknari og enn sérhæfðari viðfangsefni og leiddar eru líkur að því enn fleiri rannsakendur muni nú færa sér vefinn í nyt. Þessa ákvörðun forráðamanna Twitter vekur þó upp áhugverðar vísindasiðfræðilegar spurningar, sérstaklega í ljósi þess að fæstir tístendur gera ráð fyrir því að skoðanir þeirra í 140 stafbilum séu hagnýttar í rannsóknarskyni. Til þess að svara þessum spurningum hafa vísindamenn frá Virgina Tech háskólanum lagt fram leiðarvísi í tístrannsóknum. Þar er meðal annars kveðið á um að tístendur séu aldrei nafngreindir og að allar rannsóknir séu gerðar opinberar. Notendur Twitter tísta um fimm hundruð milljón sinnum daglega og því ljóst að vísindamennirnir hafa úr miklum upplýsingum að moða. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Twitter mun veita vísindamönnum aðgang að öllum tístum notenda vefsins. Þetta kemur fram í frétt Scientific American um málið. Það þýðir þó ekki að vísindamenn hafi ekki nýtt sér miðilinn við rannsóknir sínar. Þeir hafa meðal annars hannað reiknirit sem metur líkur á fæðingarþunglyndi með því að lesa geðsveiflur úr tístum þungaðra kvenna og kannað útbreiðslu jarðskjálfta eftir dreifingu tísta. Fram til þessa hafa vísindamenn einungis haft aðgang að takmörkuðum fjölda tísta. Þrátt fyrir að Twitter-aðgangar flestra notenda vefsins séu opnir hafa vísindamenn þurft að reiða sig á viðmót sem veitir þeim einungis aðgang að um einu prósenti allra tísta. Á þessu verður nú breyting til batnaðar fyrir vísindamenn sem gefst nú tækifæri á að rannsaka flóknari og enn sérhæfðari viðfangsefni og leiddar eru líkur að því enn fleiri rannsakendur muni nú færa sér vefinn í nyt. Þessa ákvörðun forráðamanna Twitter vekur þó upp áhugverðar vísindasiðfræðilegar spurningar, sérstaklega í ljósi þess að fæstir tístendur gera ráð fyrir því að skoðanir þeirra í 140 stafbilum séu hagnýttar í rannsóknarskyni. Til þess að svara þessum spurningum hafa vísindamenn frá Virgina Tech háskólanum lagt fram leiðarvísi í tístrannsóknum. Þar er meðal annars kveðið á um að tístendur séu aldrei nafngreindir og að allar rannsóknir séu gerðar opinberar. Notendur Twitter tísta um fimm hundruð milljón sinnum daglega og því ljóst að vísindamennirnir hafa úr miklum upplýsingum að moða.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira