Hinn tvítugi hjartaknúsari gaf sögusögnum um ástarsamband þeirra á milli byr undir báða vængi er hann deildi mynd af Ventura í fallegum síðkjól frá Dolce&Gabbana á Instagram-síðu sinni.
Undir myndina skrifar poppgoðið vinsæla: „Ég sé að þig í þessum Dolce kjól. Gott að þú skemmtir þér vel."
Ventura er átján ára gömul spænsk fyrirsæta og á umræddri mynd á leiðinni á menntaskólaball. Hún tók hrósinu vel og var fljót að deila mynd af söngvaranum á sinni Instagram-síðu þar sem hún sagði Bieber myndarlegan.
Það má því segja að parið daðri fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum og því tímaspursmál hvenær þau staðfesta samband sitt.