Íslenski boltinn

Þór og KV áfram eftir útisigra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sveinn Elías Jónsson skoraði tvö fyrir Þór.
Sveinn Elías Jónsson skoraði tvö fyrir Þór. Vísir/Stefán
Pepsi-deildar lið Þórs komst áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld en liðið vann ÍH, sem leikur í 3. deild, 5-1, á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson kom Þór í 1-0 á 3. mínútu en D-deildarliðið jafnaði leikinn, 1-1, með marki Sindra Arnar Steinarssonar á 16. mínútu leiksins.

Kristinn Þór Björnsson sá til þess að Þór fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn, 2-1, og framherjinn stóri og stæðilegi, ÞórðurBirgisson, kom Þór í 3-1, á 80. mínútu leiksins.

Þórsarar skoruðu tvö mörk til viðbótar í uppbótartíma en það gerðu þeir Ármann Pétur Ævarsson og Sveinn Elías Jónsson.

KV, sem leikur í fyrsta sinn í níu ára sögu félagsins í 1. deild í sumar, er komið áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins en þetta er einnig í fyrsta sinn sem félaginu tekst það.

Vesturbæjarliðið vann Sindra, sem leikur í 2. deild, 2-0 á Hornafirði í kvöld. KV komst yfir í fyrri hálfleik með marki Vignis Daníels Lúðvíkssonar og Garðar Ingi Leifsson bætti við öðru marki í seinni hálfleik.

Þór og KV verða í pottinum á föstudaginn líkt og Breiðablik, Fram og ÍBV en nokkrum leikjum er enn ólokið í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×