Viðskipti erlent

Nýr sjálfstýrður bíll frá Google

Stefán Árni Pálsson skrifar
Google setur á markað sjálfstýrða bíla.
Google setur á markað sjálfstýrða bíla. mynd/skjáskot
Google kynnti í gær nýja sjálfstýrða bíla sem fyrirtækið mun framleiða og setja á markað.

Sergey Brin, annar stofnenda Google, segir að fyrirtækið ætli að framleiða um 100-200 bíla af þessari tegund á þessu ári.

Bílarnir ná mest 40 kílómetra hraða en hægt verður að grípa inn í og taka stjórn á bílnum sem er samt sem áður án stýris.

Mikil ánægja er innan herbúða Google með bílinn og vonast fyrirtækið til að hafa þó nokkur áhrif á bílaiðnaðinn.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar nokkir einstaklingar í Kaliforníu fá far í bílnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×