Viðskipti erlent

Skype þýðir tungumál samstundis

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Satya Nadella, forstjóri tæknirisans Microsoft, kynnti nýja þýðingarforritið nýlega.
Satya Nadella, forstjóri tæknirisans Microsoft, kynnti nýja þýðingarforritið nýlega. Vísir/AP
Brátt verður hægt að skilja hvaða tungumál sem er í gegnum Skype.

Þetta fullyrti Satya Nadella, forstjóri Microsoft, tæknirisans sem á samskiptaforritið vinsæla Skype.

Nýja þýðingarforritið er unnið í samvinnu rannsóknarmanna Microsoft og forritara Skype. Forritið þýðir töluð orð samstundis, og þýðingin birtist sem texti hjá hinum þátttakanda spjallsins.

Forritið var prufukeyrt á blaðamannafundi þar sem varaforseti Skype, Gurdeep Pall, ræddi á ensku við annan starfsmann fyrirtækisins sem svaraði honum á þýsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×