Theódór Júlíusson heiðurlistamaður Kópavogs Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2014 14:36 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri með listamönnunum heiðruðu og Karen E. Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs. Mynd/Kópavogsbær Theódór Júlíusson leikari var í dag útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar upplýsti þetta við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs í dag. „Það er mikil vegsemd að vera útnefndur heiðurslistamaður af bæjarfélagi sínu. Ég tala nú ekki um bæjarfélag eins og Kópavog þar sem menningin blómstrar,“ sagði Theódór í ræðu sinni við tækifærið. Theódór er fæddur á Siglufirði en hefur búið í Kópavogi frá árinu 1990. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Englar alheimsins, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. Listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld voru á sama tíma útnefndar bæjarlistamenn Kópavogs. Þær skipa hljómsveitina Tazmania og verður samningur gerður við þær um að taka þátt í fræðslu – og menningarstarfi skólabarna í Kópavogi í haust. Þær segjast ekki geta beðið eftir að taka til starfa, en Blær, Tinna og Salka Sól eru allar meðlimir í rappsveitinni Reykjavíkurdætur sem vakið hefur athygli undanfarið. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann á þessum afmælisdegi bæjarins frá árinu 1988 en í fyrsta sinn nú er samhliða verið að velja bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en með því síðarnefnda er verið að velja unga og efnilega listamenn til að sinna tilteknu fræðslu- og menningarstarfi. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Theódór Júlíusson leikari var í dag útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar upplýsti þetta við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs í dag. „Það er mikil vegsemd að vera útnefndur heiðurslistamaður af bæjarfélagi sínu. Ég tala nú ekki um bæjarfélag eins og Kópavog þar sem menningin blómstrar,“ sagði Theódór í ræðu sinni við tækifærið. Theódór er fæddur á Siglufirði en hefur búið í Kópavogi frá árinu 1990. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Englar alheimsins, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. Listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld voru á sama tíma útnefndar bæjarlistamenn Kópavogs. Þær skipa hljómsveitina Tazmania og verður samningur gerður við þær um að taka þátt í fræðslu – og menningarstarfi skólabarna í Kópavogi í haust. Þær segjast ekki geta beðið eftir að taka til starfa, en Blær, Tinna og Salka Sól eru allar meðlimir í rappsveitinni Reykjavíkurdætur sem vakið hefur athygli undanfarið. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann á þessum afmælisdegi bæjarins frá árinu 1988 en í fyrsta sinn nú er samhliða verið að velja bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en með því síðarnefnda er verið að velja unga og efnilega listamenn til að sinna tilteknu fræðslu- og menningarstarfi.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira