Eins og aðdáendum þáttanna er kunnugt um þá leikur litli bróðir söngkonunnar stórt hlutverk í þáttunum, hinn gæfulausa Theon Greyjoy. Kemur því ekki á óvart að aðstandendur Game of Thrones gjói augunum til Allen til þess að leika systur hans.
Sjálf segist Allen ekki hafa áhuga á því að leika í þáttunum en gæti hugsað sér að leika í stuttu tónlistaratriði í þáttunum á sama hátt og liðsmenn Sigur Rósar gerðu á dögunum.
Tónlistaratriði Sigur Rósar má sjá hér að neðan.