Hamilton verður nær ósigrandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2014 19:30 Lewis Hamilton byrjar tímabilið frábærlega. Vísir/Getty Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár. Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár.
Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira