Hamilton verður nær ósigrandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2014 19:30 Lewis Hamilton byrjar tímabilið frábærlega. Vísir/Getty Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár. Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár.
Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira