280 milljarða sekt fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn að stinga pening í skattaskjól 17. maí 2014 15:18 Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira