Nýtt lag frá Michael Jackson 2. maí 2014 14:00 Nýtt lag frá konungi poppsins og goðsögninni Michael Jackson, var frumflutt í gærkvöldi á iHeartRadio Music Awards, en hátíðin fór fram í Los Angeles. Lagið ber titilinn, Love Never Felt So Good og syngur Jackson þar dúett með Justin Timberlake, ekki amaglegt teymi þar á ferð. Eins og fyrr segir var lagið frumflutt í gær en það vakti þó athygli að Timberlake var ekki á staðnum, en hins vegar var Usher mættur á sviðið til að dilla sér við lagið, sem er einkar grípandi. Lagið, sem er samið árið 1983, er eitt af þeim átta lögum sem verða á væntanlegri plötu Jacksons. Platan sem ber nafnið Xscape, kemur út þann 13. maí en þetta er fyrsta platan sem gefin er út í nafni poppkóngsins eftir andlát hans árið 2009. Á plötunni eru átta áður óútgefin lög sem ýmsir pródúsentar hafa sett í nútímabúning.Timbaland er aðalpródúsent plötunnar og fær hjálp frá Rodney Jerkins, Stargate, Jerome „Jroc“ Harmon og John McClain. Justin Timberlake hvatti aðdáendur sína til þess að ljá laginu eyra á Twitter-aðgangi sínum, eins og sjá má hér að neðan.#PLAYITLOUD: "Love Never Felt So Good" duet version @michaeljackson #MJandJT #MJXSCAPE http://t.co/XtgwKcGHro— Justin Timberlake (@jtimberlake) May 2, 2014 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nýtt lag frá konungi poppsins og goðsögninni Michael Jackson, var frumflutt í gærkvöldi á iHeartRadio Music Awards, en hátíðin fór fram í Los Angeles. Lagið ber titilinn, Love Never Felt So Good og syngur Jackson þar dúett með Justin Timberlake, ekki amaglegt teymi þar á ferð. Eins og fyrr segir var lagið frumflutt í gær en það vakti þó athygli að Timberlake var ekki á staðnum, en hins vegar var Usher mættur á sviðið til að dilla sér við lagið, sem er einkar grípandi. Lagið, sem er samið árið 1983, er eitt af þeim átta lögum sem verða á væntanlegri plötu Jacksons. Platan sem ber nafnið Xscape, kemur út þann 13. maí en þetta er fyrsta platan sem gefin er út í nafni poppkóngsins eftir andlát hans árið 2009. Á plötunni eru átta áður óútgefin lög sem ýmsir pródúsentar hafa sett í nútímabúning.Timbaland er aðalpródúsent plötunnar og fær hjálp frá Rodney Jerkins, Stargate, Jerome „Jroc“ Harmon og John McClain. Justin Timberlake hvatti aðdáendur sína til þess að ljá laginu eyra á Twitter-aðgangi sínum, eins og sjá má hér að neðan.#PLAYITLOUD: "Love Never Felt So Good" duet version @michaeljackson #MJandJT #MJXSCAPE http://t.co/XtgwKcGHro— Justin Timberlake (@jtimberlake) May 2, 2014
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira