Fótbolti

Sif: Finnum fyrir veikleikum hjá þeim

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sif Atladóttir er kominn aftur í íslenska landsliðið í fótbolta og er klár í slaginn gegn Sviss en stelpurnar okkar mæta efsta liði riðilsins í undankeppni HM 2015 á fimmtudaginn.

„Ég er allavega kominn langt á veg með það. Lungun þurfa aðeins að komast í gang og svona en annars er ég bara fersk,“ sagði Sif við Hilmar Þór Guðmundsson KSÍ, starfsmann KSÍ, eftir æfingu í dag aðspurð hvort hún væri kominn í stand.

„Innra stoðkerfið virkaði ekki þannig ég þurfti að byggja frá grunni aftur. Það er búið að vera gaman að fylgjast með þeim úr fjarlægð en afskaplega gaman að vera með þeim núna.“

Sviss er efst í riðlinum en Sif er engu að síður bjartsýn fyrir leikinn.

„Þær eru búnar að klára alla sína leiki en gerðu jafntefli við Danmörku. Maður finnur alveg að það eru veikleikar þarna. Þær eru sterkar en hópurinn okkar er vel stemmdur og jákvæður þannig ef við klárum okkar þá vinnum við leikinn.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×