„Þetta er fyrir Mick Jagger,“ sagði söngvari sveitarinnar, Chris Martin áður en þeir spiluðu lagið.
Minningarathöfn um L'Wren Scott, kærustu Mick Jagger, var haldin fyrir helgi í New York en hún framdi sjálfsmorð í íbúð sinni á Manhattan fyrr á árinu.
Coldplay gefur út plötuna Ghost Stories þann 19. maí og endaði tónleikana í gærkvöldi á nýrri útgáfu af True Love og bað Chris Martin gesti vinsamlegast um að taka það ekki upp og setja það á YouTube.