Þungarokkarar þakka fyrir sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. maí 2014 14:51 Frá Eistnaflugi. mynd/guðný lára thorarensen Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira