Stærstu kaup í sögu Apple Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2014 19:04 Dr. Dre verður ríkasti maður rappheimsins ef kaupin ganga í gegn. Vísir/AFP Allt lítur út fyrir að brátt verði gengið frá kaupum tölvurisans Apple á fyrirtækinu Beat Electronics, sem stofnað var af rapparanum Dr. Dre og framleiðir vinsæl heyrnartól. Kaupin eru talin nema rúmum 360 milljörðum króna og yrðu þannig þau stærstu í sögu Apple. Guardian er meðal þeirra sem fjallar um þetta mál. Talið er að kaupin verði tilkynnt á næstunni, jafnvel fljótlega eftir helgi. Beats var sett á laggirnar árið 2008 og nýlega kynnti fyrirtækið tónlistardreifikerfi að hætti Spotify. Talið er að það kerfi hafi heillað Apple, en iTunes-forritið þeirra hefur minnkað í vinsældum undanfarið. Dr. Dre, sem er frekar þekktur fyrir tónlistarsmíð sína en viðskiptavit, yrði með þessum kaupum ríkasti maðurinn í rappbransanum. Auðæfi hans yrðu metin á um 90 milljarða króna. Þess má geta að leikarinn Tyrone Gibson, félagi Dr. Dre, birti á Instagram-síðu sinni í gærnótt myndband sem gaf sterklega til kynna að kaupin væru við það að ganga í gegn en því hefur síðar verið eytt. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Allt lítur út fyrir að brátt verði gengið frá kaupum tölvurisans Apple á fyrirtækinu Beat Electronics, sem stofnað var af rapparanum Dr. Dre og framleiðir vinsæl heyrnartól. Kaupin eru talin nema rúmum 360 milljörðum króna og yrðu þannig þau stærstu í sögu Apple. Guardian er meðal þeirra sem fjallar um þetta mál. Talið er að kaupin verði tilkynnt á næstunni, jafnvel fljótlega eftir helgi. Beats var sett á laggirnar árið 2008 og nýlega kynnti fyrirtækið tónlistardreifikerfi að hætti Spotify. Talið er að það kerfi hafi heillað Apple, en iTunes-forritið þeirra hefur minnkað í vinsældum undanfarið. Dr. Dre, sem er frekar þekktur fyrir tónlistarsmíð sína en viðskiptavit, yrði með þessum kaupum ríkasti maðurinn í rappbransanum. Auðæfi hans yrðu metin á um 90 milljarða króna. Þess má geta að leikarinn Tyrone Gibson, félagi Dr. Dre, birti á Instagram-síðu sinni í gærnótt myndband sem gaf sterklega til kynna að kaupin væru við það að ganga í gegn en því hefur síðar verið eytt.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira