Sinfóníuhljómsveit Colorado-fylkis í Bandaríkjunum skipuleggur nú tónleikaröðina Classically Cannabis: The High Note Series, en tónleikagestir eru hvattir til að koma með maríjúana að heiman til að reykja á tónleikunum. Maríjúana-salar í nágrenninu koma einnig að skipulagningu tónleikaraðarinnar.
Sérstakt útisvæði verður fyrir gestina, þar sem þeir geta reykt jónur og drukkið á milli tónlistaratriða.
Notkun maríjúana er löglegt í fylkinu, en fyrr í mánuðinum voru fréttir þess efnis að gras-sjálfsalar hefðu sprottið upp um allt í höfuðborg fylkisins, Denver.
Tónleikagestir hvattir til að koma með maríjúana að heiman
