Þórunn Helga Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Avaldsnes sem vann góðan 3-0 útisigur á Medkila í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir lék seinni hálfleikinn fyrir Avaldsnes.
Debora Cristiane de Oliveira skoraði tvö mörk fyrir Avaldsnes og Rosana dos Santos Augusto eitt.
Þórunn og Hólmfríður léku í sigri Avaldsnes

Tengdar fréttir

Fanndís lék tæpan klukkutíma í sigri Arna-Bjørnar
Arna-Bjørnar bar í dag sigurorð af Trondheims-Ørn í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í kvennaflokki.