Bíó og sjónvarp

Sorkin biðst afsökunar á The Newsroom

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jeff Daniels (t.h.) leikur aðalhlutverk þáttanna. Sorkin má sjá á innfelldu myndinni.
Jeff Daniels (t.h.) leikur aðalhlutverk þáttanna. Sorkin má sjá á innfelldu myndinni.
Aaron Sorkin, maðurinn á bak við sjónvarpsþættina The Newsroom, segir tilgang þáttanna alls ekki hafa verið að kenna fréttafólki að vinna vinnuna sína. Á Tribeca-kvikmyndahátíðinni baðst handritshöfundurinn afsökunar á misskilningnum.

„Mig langar að byrja upp á nýtt,“ sagði Sorkin og vísar þar til þriðju seríunnar. „Ég lét þættina gerast nýlega vegna þess að mig langaði ekki að skálda fréttir, ekki til þess að sýna fagfólki hvernig flytja ætti fréttir. Ég hef heldur ekki kunnáttuna til þess að gera það.“

Sorkin bætti því við að með því að styðjast við alvöru fréttir myndu áhorfendur stundum vita meira en persónur þáttanna. Núna fyrst sé hann að læra að skrifa þá, en þriðja og síðasta sería þáttaraðarinnar hefur göngu sína í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×