Viðskipti erlent

Apple vill stöðva sms skrif við akstur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Fyrirtækið Apple hefur lagt fram einkaleyfi á sjálfvirku kerfi, sem lokar fyrir ýmissa notkunarmöguleika snjallsíma þegar eigendur þeirra eru að keyra. Kerfinu er ætlað að skynja hvenær eigandi þess sé að keyra, með skynjurum eða með því að tengjast bílnum.

Þetta kemur fram á vef Guardian.

Samkvæmt rannsóknum í Bretlandi geta smáskilaboð orðið að fíkn, sem erfitt er að hafa stjórn á, jafnvel við akstur. Þegar ökumaður skrifar skilaboð í akstri eykst viðbragðstími hans um 35 prósent og ökumenn eru mun líklegri til að valda árekstri.

Þá hafa þrír af hverjum tíu ökumönnum í Bretlandi viðurkennt að hafa skrifað eða lesið sms við akstur.

Einkaleyfisumsókn Apple, sem lögð var inn árið 2008 en ekki birt fyrr en nú, má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×