Of fá hótelrými á HM í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 16:40 Gestir á HM í sumar hafa ekki úr mörgum hótelrýmum að velja. Nú fer verulega að styttast í HM í fótbolta í Brasilíu og ýmsar áhyggjur hafa vaknað vegna skipulagningar mótsins, meðal annars vegna þess að sumir leikvangarnir sem leikið verður á eru ekki tilbúnir. Þó ættu stærstu áhyggjur gesta sem hyggjast sækja mótið að snúa að hótelrými og þá sérstaklega í borginni Ríó. Búist er við 600.000 erlendum gestum á mótið og að helmingur þeirra muni koma til Ríó. Ekki eru þó nema 55.400 gistirými á hótelum í borginni. Því hugsa margir húsnæðiseigendur í Ríó sér gott til glóðarinnar og hyggjast leigja íbúðir sínar á uppsprengdu verði. Það sem verra er að margar af þessum íbúðum sem í boði verða eru í fátækrahverfum borgarinnar svo ekki er von á góðu fyrir þá sem bíta á agn eigenda þeirra. Leiguverð á þessum íbúðum er hátt í 2.000 dollara á meðan mótinu stendur, eða 220.000 kr. Leiguverð íbúða í betri hverfum Ríó munu hinsvegar kosta um 300 dollara á dag, eða 33.600 kr. Íbúar fátækrahverfanna eru nú um 1,4 milljón talsins. Þar er glæpatíðni mjög há og því má öryggisgæsla á meðan á mótinu stendur verða mjög góð svo koma megi í veg fyrir að gestum verði ekki hætta búin. Aðrir benda á að umtöluð hætta þar sé orðum aukin þó svo ekki sé ráðlagt að fara á ákveðna staði þar að kveldi. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú fer verulega að styttast í HM í fótbolta í Brasilíu og ýmsar áhyggjur hafa vaknað vegna skipulagningar mótsins, meðal annars vegna þess að sumir leikvangarnir sem leikið verður á eru ekki tilbúnir. Þó ættu stærstu áhyggjur gesta sem hyggjast sækja mótið að snúa að hótelrými og þá sérstaklega í borginni Ríó. Búist er við 600.000 erlendum gestum á mótið og að helmingur þeirra muni koma til Ríó. Ekki eru þó nema 55.400 gistirými á hótelum í borginni. Því hugsa margir húsnæðiseigendur í Ríó sér gott til glóðarinnar og hyggjast leigja íbúðir sínar á uppsprengdu verði. Það sem verra er að margar af þessum íbúðum sem í boði verða eru í fátækrahverfum borgarinnar svo ekki er von á góðu fyrir þá sem bíta á agn eigenda þeirra. Leiguverð á þessum íbúðum er hátt í 2.000 dollara á meðan mótinu stendur, eða 220.000 kr. Leiguverð íbúða í betri hverfum Ríó munu hinsvegar kosta um 300 dollara á dag, eða 33.600 kr. Íbúar fátækrahverfanna eru nú um 1,4 milljón talsins. Þar er glæpatíðni mjög há og því má öryggisgæsla á meðan á mótinu stendur verða mjög góð svo koma megi í veg fyrir að gestum verði ekki hætta búin. Aðrir benda á að umtöluð hætta þar sé orðum aukin þó svo ekki sé ráðlagt að fara á ákveðna staði þar að kveldi.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira