Yfirvöld í Sádi-Arabíu skoða löggjöf fyrir Youtube Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2014 19:13 Kona í Sádi-Arabíu rennir yfir Twittersíðu sína. Vísir/AFP Yfirvöld í Sádi-Arabíu rannsaka nú hvort mögulegt sé að stjórna Youtube-myndböndum sem framleidd eru í landinu með reglugerðum. Meðal annars er verið að skoða möguleikann á því að fólk þurfi leyfi frá stjórnvöldum til að setja inn myndbönd.AP fréttaveitan hefur eftir Riyad Najm, að markmið rannsóknarinnar sé að ná tökum á þeirri fjölgun sem hefur orðið á myndböndum í landinu svo þau endurspegli og virði múslímsk viðhorf landsins. „Markmiðið er ekki að setja pressu á þá, heldur að auka gæði myndbanda þeirra. Þó verða þeir að vera meðvitaðir um þau takmörk sem samfélagið setur þeim og að fara ekki út fyrir þau.“ Að minnsta tólf íbúar landsins hafa á undanförnum vikum birt myndbönd á Youtube, þar sem þeir gagnrýna konungsfjölskylduna og fara fram á breytingar. Þrír þeirra hafa verið handteknir auk annarra sem tengdust myndböndunum. Þá var íþróttafréttamaður dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og til að hljóta 50 svipuhögg fyrir skrif sín á Twitter um tvo eigendur fótboltafélaga. Hann var einnig bannaður á Twitter í þrjá mánuði. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu rannsaka nú hvort mögulegt sé að stjórna Youtube-myndböndum sem framleidd eru í landinu með reglugerðum. Meðal annars er verið að skoða möguleikann á því að fólk þurfi leyfi frá stjórnvöldum til að setja inn myndbönd.AP fréttaveitan hefur eftir Riyad Najm, að markmið rannsóknarinnar sé að ná tökum á þeirri fjölgun sem hefur orðið á myndböndum í landinu svo þau endurspegli og virði múslímsk viðhorf landsins. „Markmiðið er ekki að setja pressu á þá, heldur að auka gæði myndbanda þeirra. Þó verða þeir að vera meðvitaðir um þau takmörk sem samfélagið setur þeim og að fara ekki út fyrir þau.“ Að minnsta tólf íbúar landsins hafa á undanförnum vikum birt myndbönd á Youtube, þar sem þeir gagnrýna konungsfjölskylduna og fara fram á breytingar. Þrír þeirra hafa verið handteknir auk annarra sem tengdust myndböndunum. Þá var íþróttafréttamaður dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og til að hljóta 50 svipuhögg fyrir skrif sín á Twitter um tvo eigendur fótboltafélaga. Hann var einnig bannaður á Twitter í þrjá mánuði.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira