Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Það tókst vel til, enda var fjöldi fólks sem hjálpaði til við fataskiptin.
Sjö atriði berjast um sigurinn á úrslitakvöldinu og eru tíu milljónir króna í húfi. Bein útsending frá keppninni hófst klukkan 19:45 á Stöð 2.