"Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri“ Baldvin Þormóðsson skrifar 27. apríl 2014 23:24 Brynjar Dagur er virkilega hæfileikaríkur dansari. Vísir/Andri „Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
„Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14
Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15
Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30