Brynjar Dagur Albertsson hlaut tíu milljónir króna í verðlaun fyrir sigur á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar Ísland got Talent sem fram fór í Austurbæ í gærkvöldi. Hér að ofan má sjá magnað atriði Brynjars.
Tökur á nýrri þáttaröð Ísland got Talent hefjast í haust. Því er ekki úr vegi fyrir hæfileikafólk landsins að hefja æfingar ætli það að feta í fótspor dansarans frábæra.
Brynjar Dagur átti erfitt með svefn í nótt eftir sigurinn eins og fram kom í viðtali í morgunþætti Ernu og Sverris á FM 957 í morgun.
„Nei, ekki neitt,“ svaraði Brynjar aðspurður hvort hann hefði sofið eitthvað í nótt.
„Ég fór fyrst heim til ömmu og við vorum að skála þar og horfðum á atriðið mitt og svona,“ sagði Brynjar jafnframt.

