CCP gefur Reykjavíkurborg listaverk Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2014 10:54 Heimar í heimi mun vera staðsett á hafnarkantinum við Rastargötu. Miðvikudaginn 30. apríl, daginn áður en EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hefst í Reykjavík, verður hulunni svipt af nýju listaverki Sigurðar Guðmundssonar við höfnina. Verkið mun vera gjöf CCP til Reykjavíkurborgar. Fram kemur í tilkynningu frá CCP að listaverkið beri nafnið Heimar í heimi (e: World Within Worlds) og sé virðingarvottur til þeirra milljóna manna um alla heimsbyggðina sem tekið hafa þátt í þróun og uppbyggingu EVE heimsins, allt frá sköpun hans fyrir um áratug. „Heimurinn samanstendur í dag af um 67.000 plánetum, rúmlega 340.000 tunglum og 7.929 sólkerfum – auk hundruðir þúsunda borgara, m.a. yfir 500.000 spilara fjölspilunarleiksins EVE Online. Innan þessa gríðarstóra sýndarveruleika, þar sem eigið hagkerfi þrífst, gerast atburðir dag hvern sem hafa áhrif á hundruðir þúsunda manna í öllum heimsálfum,“ segir í tilkynningu CCP. Heimar í heimi verður staðsett á hafnarkantinum við Rastargötu í Vesturbugt. Þar mun verkið standa a.m.k. til 1. maí 2016 þegar ákvörðun verður tekið með endanlega staðsetningu þess. Verkið er unnið í Kína í granít, stál, steypu og ál og verður fimm metra hátt. Nöfn hundruða þúsunda spilara EVE Online eru rituð í álplötur sem þekja grunn verksins. Borgarstjóri Reykjavík mun veita verkinu viðtöku fyrir hönd borgarinnar. Viðstaddir afhjúpunina verða jafnframt Sigurður Guðmundsson listamaður verksins, Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP og fulltrúar Council of Stellar Management (CSM) sem er lýðræðislega kjörið ráð spilara EVE Online sem hafa áhrif á þróun leiksins. Rúmlega 90 erlendir blaðamenn eru væntanlegir á EVE Fanfest hátíðina og verða margir þeirra komnir til landsins til að verða vitni af afhjúpun verksins. „Við viljum varðveita og heiðra framlag þeirra milljóna manna sem hafa tekið þátt í uppbyggingu og framþróun EVE heimsins síðustu 10 ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Við erum þakklát fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt öll þessi ár og vonumst til að verkið, líkt og EVE Online, muni standast tímans tönn og endast framyfir okkar ævidaga. Verkið er jafnframt þakklætisvottur til Reykjavíkur sem hefur verið heimili okkar síðustu 16 ár, og íbúa borgarinnar sem hafa hjálpað okkur með svo margt í gegnum árin. Hilmar segir að gestrisni Reykvíkinga í kringum EVE Fanfest hafi reynst mikilvæg. „Það var hér í Reykjavík sem við hófum þróun á EVE Online árið 1997 og um helgina fögnum við tíu ára afmæli EVE Fanfest í borginni.“ „Verkið er þegar farið að vekja athygli á erlendum vettvangi, m.a. í erlendum fjölmiðlum, enda ekki á hverjum degi sem listaverk með aðra eins skírskotun rís í heiminum,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. „Það ríkir mikil eftirvænting meðal gesta Fanfest hátíðarinnar við að sjá verkið og spilarar EVE Online um heim allan hafa sýnt því mikinn áhuga.“ Eldar segir að búast megi við því að spilarar EVE Online og áhugafólk um tölvuleiki almennt leggi leið sína að verkinu þegar það heimsækir landið. „Í dag fáum við töluvert af gestum á skrifstofu okkar í Reykjavík sem við getum í raun lítið sem ekkert gert fyrir. Verkið verður vonandi athyglisverðar staður fyrir þessa gesti að heimsækja og mun vonandi vekja frekari athygli á Reykjavík og Íslandi sem áfangastað.“ Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Miðvikudaginn 30. apríl, daginn áður en EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hefst í Reykjavík, verður hulunni svipt af nýju listaverki Sigurðar Guðmundssonar við höfnina. Verkið mun vera gjöf CCP til Reykjavíkurborgar. Fram kemur í tilkynningu frá CCP að listaverkið beri nafnið Heimar í heimi (e: World Within Worlds) og sé virðingarvottur til þeirra milljóna manna um alla heimsbyggðina sem tekið hafa þátt í þróun og uppbyggingu EVE heimsins, allt frá sköpun hans fyrir um áratug. „Heimurinn samanstendur í dag af um 67.000 plánetum, rúmlega 340.000 tunglum og 7.929 sólkerfum – auk hundruðir þúsunda borgara, m.a. yfir 500.000 spilara fjölspilunarleiksins EVE Online. Innan þessa gríðarstóra sýndarveruleika, þar sem eigið hagkerfi þrífst, gerast atburðir dag hvern sem hafa áhrif á hundruðir þúsunda manna í öllum heimsálfum,“ segir í tilkynningu CCP. Heimar í heimi verður staðsett á hafnarkantinum við Rastargötu í Vesturbugt. Þar mun verkið standa a.m.k. til 1. maí 2016 þegar ákvörðun verður tekið með endanlega staðsetningu þess. Verkið er unnið í Kína í granít, stál, steypu og ál og verður fimm metra hátt. Nöfn hundruða þúsunda spilara EVE Online eru rituð í álplötur sem þekja grunn verksins. Borgarstjóri Reykjavík mun veita verkinu viðtöku fyrir hönd borgarinnar. Viðstaddir afhjúpunina verða jafnframt Sigurður Guðmundsson listamaður verksins, Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP og fulltrúar Council of Stellar Management (CSM) sem er lýðræðislega kjörið ráð spilara EVE Online sem hafa áhrif á þróun leiksins. Rúmlega 90 erlendir blaðamenn eru væntanlegir á EVE Fanfest hátíðina og verða margir þeirra komnir til landsins til að verða vitni af afhjúpun verksins. „Við viljum varðveita og heiðra framlag þeirra milljóna manna sem hafa tekið þátt í uppbyggingu og framþróun EVE heimsins síðustu 10 ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Við erum þakklát fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt öll þessi ár og vonumst til að verkið, líkt og EVE Online, muni standast tímans tönn og endast framyfir okkar ævidaga. Verkið er jafnframt þakklætisvottur til Reykjavíkur sem hefur verið heimili okkar síðustu 16 ár, og íbúa borgarinnar sem hafa hjálpað okkur með svo margt í gegnum árin. Hilmar segir að gestrisni Reykvíkinga í kringum EVE Fanfest hafi reynst mikilvæg. „Það var hér í Reykjavík sem við hófum þróun á EVE Online árið 1997 og um helgina fögnum við tíu ára afmæli EVE Fanfest í borginni.“ „Verkið er þegar farið að vekja athygli á erlendum vettvangi, m.a. í erlendum fjölmiðlum, enda ekki á hverjum degi sem listaverk með aðra eins skírskotun rís í heiminum,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. „Það ríkir mikil eftirvænting meðal gesta Fanfest hátíðarinnar við að sjá verkið og spilarar EVE Online um heim allan hafa sýnt því mikinn áhuga.“ Eldar segir að búast megi við því að spilarar EVE Online og áhugafólk um tölvuleiki almennt leggi leið sína að verkinu þegar það heimsækir landið. „Í dag fáum við töluvert af gestum á skrifstofu okkar í Reykjavík sem við getum í raun lítið sem ekkert gert fyrir. Verkið verður vonandi athyglisverðar staður fyrir þessa gesti að heimsækja og mun vonandi vekja frekari athygli á Reykjavík og Íslandi sem áfangastað.“
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira