Söngkonan Rihanna og rapparinn Eminem stigu á stokk á MTV Movie-verðlaunahátíðinni í nótt og sungu lagið sitt The Monster.
Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi trylltu Rihanna og Eminem lýðinn eins og þeim einum er lagið en þau ætla að fara saman á tónleikaferðalag seinna á þessu ári.