Eva Rut Hjaltadóttir leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti en Brynhildur fékk graðhestinn Pilt frá Hæli lánaðan í tökurnar.
„Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur.