Lífið

Baksviðs með Moroccanoil á RFF

Ellý Ármanns skrifar
Moroccanoil var einn af styrktaraðilum RFF, Reykjavík Fashion Festival, sem fram fór í Hörpu um helgina. Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum þar sem fagfólk á vegum Morocconoil vann hörðum höndum.  Á hátíðinni sjálfri voru 25 íslenskir fagmenn uppteknir baksviðs sem og erlendir, sem komu sérstaklega til landsins, að sjá um hárdeildina á RFF.

Angelo Fracicca sem hannaði og tók hárprufur með öllum fatahönnuðunum mætti á svæðið og með honum voru Eloy Molina og Aðalsteinn Sigurkarlsson eigandi hárgreiðslustofunnar Passion á Akureyri.  Moroccanoil gefur sig út fyrir að sjá um hár á tískuvikum um allan heim og Angelo verið með sitt teymi á helstu viðburðum um allan heim.

Moroccanoil er hágæða hárvörumerki sem skartar öllu því helsta fyrir hár og hársvörð en línan er unnin upp úr bestu fáanlegum innihaldsefnum sem völ er á með argan olíuna frá Marokkó að leiðarljósi.

RFF

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.