Þar segir leikkonan frá brjóstastækkun sem hún fór í þegar hún var 18 ára en Cuoco segir fegrunaraðgerðina hafa verið besta ákvörðun lífs síns.
Leikkonan er þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Big Bang Theory en á meðfylgjandi mynd má sjá hana ásamt meðleikkonu sinni Melissa Rauch í veislu eftir Golden Globe verðlaunaafhendinguna.
Myndina birtir Cuoco á samfélagsmiðlinum Instagram og lætur fylgja með textabrot þar sem hún nýtir sér nafn hátíðarinnar sem tækifæri til þess að slá á létta strengi.