Forstjóri Mozilla segir af sér Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 3. apríl 2014 21:20 Firefox er vinsæll vafri sem kemur úr smiðju Mozilla. Vísir/AFP Brendan Eich stígur til hliðar sem forstjóri Mozilla. Eich var forstjóri fyrirtækisins í rúma viku, en stöðuskipunin var gagnrýnd harðlega á veraldarvefnum vegna skoðana Eich á samkynhneigð. BBC segir frá þessu.Eins og kom fram í frétt Vísis um efnið hafði ákvörðunin sætt mikillar gagnrýni meðal starfsmanna Mozilla, en sérstaklega af hendi stefnumótasíðunnar OKCupid, sem hvatti notendur til að hætta að nota vafrann Firefox sem er forrit Mozilla. Ástæðan var sú að Eich styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Stjórnarformaður Mozilla, Mitchell Baker, tilkynnti ákvörðunina í bloggfærslu. „Mozilla stærir sig af því að hafa alltaf staðist ákveðna staðla umfram aðra, en í síðustu viku mistókst okkur það," sagði Baker. „Við vitum af hverju fólk er sárt og reitt, og það hefur rétt fyrir sér. Það er vegna þess að við höfum ekki verið sjálfum okkur samkvæm." Eich hefur einnig fallist á það að segja sig frá stjórn Mozilla Foundation, stofnunarinnar sem rekur Mozilla Corporation. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Brendan Eich stígur til hliðar sem forstjóri Mozilla. Eich var forstjóri fyrirtækisins í rúma viku, en stöðuskipunin var gagnrýnd harðlega á veraldarvefnum vegna skoðana Eich á samkynhneigð. BBC segir frá þessu.Eins og kom fram í frétt Vísis um efnið hafði ákvörðunin sætt mikillar gagnrýni meðal starfsmanna Mozilla, en sérstaklega af hendi stefnumótasíðunnar OKCupid, sem hvatti notendur til að hætta að nota vafrann Firefox sem er forrit Mozilla. Ástæðan var sú að Eich styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Stjórnarformaður Mozilla, Mitchell Baker, tilkynnti ákvörðunina í bloggfærslu. „Mozilla stærir sig af því að hafa alltaf staðist ákveðna staðla umfram aðra, en í síðustu viku mistókst okkur það," sagði Baker. „Við vitum af hverju fólk er sárt og reitt, og það hefur rétt fyrir sér. Það er vegna þess að við höfum ekki verið sjálfum okkur samkvæm." Eich hefur einnig fallist á það að segja sig frá stjórn Mozilla Foundation, stofnunarinnar sem rekur Mozilla Corporation.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira