Fleiri ræða um tækifæri vegna loftlagsbreytinga Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2014 16:45 Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica á Ísafjarðardjúpi. Mynd/Bæjarins besta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira