Landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist eftir uppfærslu hjá hagstofu landsins Ingvar Haraldsson skrifar 7. apríl 2014 13:07 Þessi ungi maður er nú orðinn hluti af stærsta hagkerfi Afríku Mynd/AP Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira