Hljómsveitin Coldplay er búin að setja myndband við nýja lagið sitt Magic á YouTube. Lagið er af nýjustu plötu Coldplay, Ghost Stories, sem kemur út 19. maí.
Í myndbandinu leikur söngvarinn Chris Martin tvo karaktera sem berjast um hylli stúlku sem leikin er af Zhang Ziyi.
Hægt er að forpanta Ghost Stories í rafrænu formi á iTunes en einnig er hægt að forpanta geisladiskinn hér.