Formúla 1

Samantekt frá Malasíukappakstrinum í formúlu 1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Malasíu í morgun og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi.

Lewis Hamilton vann þá sinn fyrsta kappakstur á tímabilinu og Mercedes-liðið vann tvöfaldan sigur. Nico Rosberg fylgdi eftir sigrinum í ástralska kappakstrinum með því að ná öðru sætinu í dag og er því kominn með átján stiga forskot í keppni ökumanna.

Þetta var annar kappakstur tímabilsins en sá þriðji fer fram strax um næstu helgi þegar keppt verður í Barein við Persaflóann.  

Hér fyrir ofan má sjá samantektina frá Malasíu-kappakstrinum í dag.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu

Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×