Þess í stað, lætur söngvarinn frægi, sem von er á til Íslands í ágúst, venjulega fólki eftir sviðsljósið.
Justin frumsýndi myndbandið í spjallþætti Ellen DeGeners í gær.
Tveir heimildamyndagerðarmenn reyna í myndbandinu að finna mann sem notaði lagið til þess að biðja kærustu sinnar í lest á leið til New York þann 12. janúar. Timberlake raular í bakgrunni og ferðalagið hefst.
„Við vitum ekki hvaða fólk þetta er, eða hver saga þeirra er, en kannski vitið þið eitthvað?“ segir annar heimildamyndagerðarmaðurinn. „Við erum að búa til heimildamynd sem fjallar um að finna ástina. Hefur þú séð þetta par?“
Þá voru tekin viðtöl við pör, þar sem þau ræddu eigin trúlofanir og hvað það er sem ástin er. Um alla New York-borg leita sjálfboðaliðar logandi ljósi að nýtrúlofaða parinu, hengja upp plagöt og kassmerkja á Twitter #haveyouseenthiscouple.
Sjón er sögu ríkari.