Rússar vilja losna við Visa og Mastercard Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 10:22 Rússneskur hraðbanki. Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira