Lúxusmerkin horfa til ungra karla Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 13:12 Vel klæddur ungur maður. Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira