Bayern sló Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 19:15 Vísir/Getty Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira