Synd að þjálfari Benfica sé ekki í sama klassa og liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 08:45 Jorge Jesus með þrjá fingur á lofti eftir þriðja mark Benfica. Vísir/Getty Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30