Synd að þjálfari Benfica sé ekki í sama klassa og liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 08:45 Jorge Jesus með þrjá fingur á lofti eftir þriðja mark Benfica. Vísir/Getty Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30