Viðskipti erlent

Tapaði 192 milljörðum í gær

Finnur Thorlacius skrifar
Gennady Timchenko varð 192 milljörðum fátækari í gær.
Gennady Timchenko varð 192 milljörðum fátækari í gær.
Miklar lækkanir urðu víða á hlutabréfamörkuðum í gær vegna ólgunnar í Úkraínu. Þeir sem sérstaklega urðu illa úti vegna lækkunar hlutabréfa voru vellauðugir Rússar.

Ef rýnt er í lista Bloomberg yfir auðugustu menn heims, Bloomberg Billionaires Index, sést að sex af þeim átta sem töpuðu mestu í gær voru Rússar. Sá sem efstur er á lista þessara manna, Gennady Timchenko, stærsti eigandi gasfyrirtækisins Novatek, varð á horfa á eftir 192 milljörðum króna á virði hlutabréfa sinna og alls hefur hann tapað 305 milljörðum síðan bröltið á Krímskaga hófst.

Samtals hafa rússneskir ólígarkar tapað 1.470 milljörðum króna á þessum skamma tíma. Fallið í rússnesku kauphöllinni nam 10,8% í gær og sitja margir eftir með sárt ennið. Þeir geta vonandi huggað sig við það að ef um hægist munu hlutabréf þeirra hækka aftur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×