Lögreglan í Atlanta tók fasta konu sem fannst sofandi á heimili sem Justin Bieber tók á leigu. Konan er 23ja ára gömul og heitir Quianying Zhao. Konan sagðist hafa ætlað að mæta í afmælisveislu Justins og gengið inn um ólæstar dyr í mannlaust húsið. Lögreglan fann hana á miðvikudagskvöld.
Justin hélt hinsvegar upp á afmælið sitt annars staðar annan dag. Konan kvaðst vera vinkona Justins, en lögregluna grunar að hún sé bara æstur aðdáandi. Konan á yfir höfði sér ákæru fyrir að fara inn á heimili Justins í leyfisleysi.
Fannst sofandi heima hjá Justin Bieber
Ugla Egilsdóttir skrifar
