Þrátt fyrir að semja hluta laga sinna og flytja þau kvöld eftir kvöld, virðist Miley Cyrus ekki hafa lagt textann af öllum lögum sínum á minnið.
Hin 21 árs gamal poppstjarna var gagnrýnd í vikunni eftir að aðdáendur hennar sáu hana lesa texta af lesvél á sviði í Las Vegas.
„Ég var á tónleikum Cyrus í Vegas og tók þessar myndir því ég gat bara ekki trúað því að hún þyrfti lesvél með textunum við lögin sín í gegnum alla tónleikana,“ sagði tónleikagestur í samtali við RadarOnline. „Og það er ekki eins og lesvélin hafi verið þarna að óþörfu - ég var alltaf að sjá hana líta á textann.“

